Farvegir og form
Áfangi: Farvegir og form
Kennarar:
Anna Dröfn Ágústsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Fraser Muggeridge, Guðmundur Ingi Úlfarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Lóa Auðunsdóttir og Matt Wolff
Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundin viðeigandi farvegur. Útkomuna má einnig sjá í bókverkinu Farvegir og form.
BA ritgerðar efni mitt fjallaði um þjóðsögur og hvernig hægt væri að nýta heim þjóðsaga til listgreinna og skapandi greina, þar sem rannsakað voru dæmi hvernig þjóðsögur hafa mótað menningu hérlendis. Í rannsókn minni komst ég einnig af því hvernig ímynd þjóðsagna dregur einkenni sín frá sínu umhverfi og var það sem ég vann helst með.