Eftir að ég var búin að smíða höfðið fór ég að finna út hvernig ég gæti hreyfi gert það og byrjaði á því að taka upp hljóðupptökuna sem ég vildi nýta í verkefninu. Ég samdi tröllakvæði sem tröllið fer með í myndbandinu og færði svo skjölin yfir í forritið Blender 3D þar sem ég gat smíðað mótunar grind hvernig hægt væri að hreyfa andlitsdrætti, sem væru nokkurnvegin í samfloti við vísuna.

Hreyfismíði

Myndbandsverkefni

Í myndbands verkinu þá vildi ég halda áfram með að vinna með trölla hausana. Ég hafði ákveðið að ég vildi gera eithvað spennandi og notast við þrívíðar forrit. Ég smíðaði hausin á tröllinu í forritinu Nomad sculpt sem er þrívíddar mótunar forrit fyrir IOS tæki. í því forriti bjó ég til hausinn og bjó til mína eigin hraunsteina bursta frá ljósmyndum af Íslensku hrauni.

Andlit umhverfisins

Verkefnið var þrískipt, plakat, myndbandsverk og teymisvinna, ég í vef teymi.
Í plakat verkefninu vildi ég draga mynd hvaðan okkar hugmynd kemur af tröllum, ásamt hvar listamenn sækja sinn innblástur.
Tilraun var sækja þau áhrif með að taka myndir af kletta formum og frá því teikna myndir af andlitum sem ég sá fyrir mér. Hægt er að grandskoða ljósmyndinar og sjá þá sömu fígúrur sem ég teiknaði upp
Í plakat verkefninu tók ég þá hausana fyrir og setti svo þá saman sem var á framhlið plakats.

Farvegir og form

Áfangi: Farvegir og form

Kennarar:

Anna Dröfn Ágústsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir, Bryndís Björgvinsdóttir, Fraser Muggeridge, Guðmundur Ingi Úlfarsson, Hrefna Sigurðardóttir, Lóa Auðunsdóttir og Matt Wolff

Farvegir og form byggir á inntaki og rannsóknarefni BA ritgerða þriðja árs nemenda í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Útgáfan er liður í að varpa ljósi á rannsóknina, dýpka hana og skoða ólíka þræði ritgerðanna og möguleika í sjónrænni framsetningu. Viðfangsefnin eru könnuð út frá ólíkum miðlum og þeim fundin viðeigandi farvegur. Útkomuna má einnig sjá í bókverkinu Farvegir og form.

BA ritgerðar efni mitt fjallaði um þjóðsögur og hvernig hægt væri að nýta heim þjóðsaga til listgreinna og skapandi greina, þar sem rannsakað voru dæmi hvernig þjóðsögur hafa mótað menningu hérlendis. Í rannsókn minni komst ég einnig af því hvernig ímynd þjóðsagna dregur einkenni sín frá sínu umhverfi og var það sem ég vann helst með.

Bjarmi Bergþórsson