Stuttmynd af minningu.

Þetta er verkefni í áfanga sem heitir myndlýsing. Verkefnið fólst í myndlýsingu.
Við áttum að gera mynd eða bók sem væri myndlýst. Í verkefninu ákvað ég að fara útfyrir form bókarinnar sem hreyfigerð myndasaga.

Ég teiknaði myndirnar í procreate og síðan skar þær niður þar sem ég setti þær inn í forrit sem heitir Mental Canvas sem er 3D space forrit þar sem hreyfiinginn er unnin fyrir myndbandið.
Eftir það vann ég með verkefnið inn í after effects.

Morgnar–Hreyfimyndasaga
Stuttmynd af minningu

Verkefnið:

Teikningarnar og sagan á bakvið verkefnið tengist minningu minni sem barn áður en faðir minn fór til vinnu. Ég vaknaði á hverjum morgni til að borða morgunmat með föðurmínum því ég sá hann ekki oft vegna vinnunar hans. Voru morgnarnir sá tími sem ég hafði með honum. Eftir að faðir minn að vana fékk sé fyrsta kaffibollan talaði hann og muldraði við sjálfan sig og hélt ég að hann væri að tala við einhvern eða væri með ýmindaðan vin sem ég sá ekki. En sannleikurinn var sá að hann var bara tala við sjálfan sig áður en vinnan hófst. Þó mun þetta verkefni þróast og halda áfram í bók.

Bjarmi Bergþórsson